Að gerast sæðisgjafi

Langar þig að hjálpa barnlausum pörum og einhleypum konum að öðlast það sem þau þrá heitast?

Sæðisgjöf hefur verið notuð á Íslandi frá 1991 með sæði frá Danmörku. Nú viljum við gefa íslenskum karlmönnum möguleika á að hjálpa barnlausum pörum og einhleypum konum hérlendis sem og erlendis að eignast barnið sem þau þrá.

Livio er leiðandi fyrirtæki á Norðurlöndum á sviði tæknifrjóvgunar og hefur um árabil skilað ríkulegum árangri með hjálp gjafa, bæði á Íslandi og í Svíþjóð.

Í eggja- og sæðisbönkum Livio eru öryggi og gæði í fyrirrúmi. Allar tæknifrjóvgunardeildir og rannsóknarstofur okkar eru ISO 9001-vottaðar og samþykktar af yfirvöldum.

Við leggjum áherslu á fagmennsku og vinsamlegt viðmót og gerum okkar ýtrasta til að þú sem gjafi fáir allar nauðsynlegar upplýsingar, finnir til öryggis og berir traust til okkar.